Svo að þér líði betur
ÍslenskaEnglish

Bara er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á heilsuvörum. Frá upphafi höfum við haft það að markmiði að bjóða hágæða stuðningsvörur sem bæta heilsu og líðan fólks.

Góð samvinna við fagfólk og notendur í þróunarferlinu og áhersla á fallega hönnun hefur skilað sér í vandaðri vörulínu í formi stuðningspúða, hálskraga, handleggjastuðnings auk annarra sérlausna.

Bara vörunum er ætlað að styðja við rétta líkamsstöðu, minnka álag á vöðva og liði og auðvelda fólki að stunda fjölbreytta iðju.

Smelltu hér til að lesa meira um Bara

English

Söluaðilar

Amma Mús - Handavinnuhús

Eplið og Peran fæst í hannyrðaversluninni Amma mús – hanndavinnuhús að Fákafen 9, 108 Reykjavík.
Heimasíða Amma Mús.

 

Handprjón - Garnverslun

Eplið og Peran fæst í Handprjón – garnverslun að Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfjörður.
Handprjón á Facebook.

 

Verslun SÍBS

Eplið, Peran og Snákurinn fást í verslun SÍBS í Síðumúla 6, Reykjavík.

 

Bakhjarlar

Tækniþróunarsjóður - logoBara hlaut markaðsstyrk úr Tækniþróunarsjóði 2014.

Bara Hjálpartæki

Sjúkratryggingar Íslands
Hægt er að sækja um hjálpartækin frá Bara til Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands.

Finndu okkur á Facebook

Ávöxtun Hugvitsins!

Vörulína sem endurspeglar hvernig ástríða fyrir hönnun ber ríkulegan ávöxt.

bara snake

bara snákurinn
Hálskragi
Mjúkur fjölnota stuðningskragi sem hjálpar þér að hvílast og slaka á.

bara apple

bara Eplið
Stuðningspúði
Skemill undir hendurnar sem minnkar álag á herðar og bak og nýtist vel til iðju og hvíldar.

bara pear

bara Peran
Stuðningspúði
Stuðningspúði sem hjálpar þér að slaka á í herðum, handleggjum og baki

Sértækar Lausnir

bara HANDPAD

Stuðningspúði
Stuðningspúði sérstaklega ætlaður í mjórri sæti og hjólastóla.

bara BACKUP

Bolstuðningspúði
Púði sem veitir stöðugan samhverfann bolstuðning til að fyrirbyggja kreppur og aflaganir í vöðvum og liðum
Eplið

Eplið

Sérhannað húsgagn fyrir herðar og hendur

Upplýsingar

Stilkurinn er líka handfang svo auðvelt er að taka Eplið með sér hvert sem er.

Smelltu á púðann til að fletta í gegnum alla 5 litina.
 • baraAPPLE-YellowAmber Gult

 • baraAPPLE-RedRouge Rautt

 • baraAPPLE-GreenLime Grænt

 • baraAPPLE-BeigeVanillu Beige

 • baraAPPLE-GrayGrafít Grátt

Höfundarréttur

bara APPLE er framleitt á Íslandi og hefur skráða hönnunarvernd ©.

Frá Hönnuði

Bjargey Ingólfsdóttir - Hönnuður“Sem iðjuþjálfa fannst mér vanta stuðning undir framhandleggina næst líkamanum þegar setið er og unnið með höndunum. Samkvæmt vinnuvistfræðinni er það svæði kallað græna svæðið og góður stuðningur undir framhandleggina á því svæði léttir handleggina og þannig álag á herðar og bak í sitjandi stöðu.”

Bjargey Ingólfsdóttir

Um eplið

Eplið frá Bara er fjölnota stuðningspúði sem styður við líkamann á marga vegu og nýtist bæði til iðju og til hvíldar.

Eplinu er sérstaklega ætlað að vera stuðningur undir framhandleggina næst líkamanum þegar setið er og unnið með höndunum. Þannig léttir eplið álag á herðar og bak.

Púðinn er vinsæll við ýmsa handavinnu og rannsóknir sýna að hægt er að minnka vöðvaspennu með því að nota hann sem stuðning undir framhandleggina við tölvuvinnu.

Í innri hring púðans er teygja sem hægt er að draga saman svo þétt að hann klemmist utan um bolinn og það er jafnvel hægt að standa með hann þannig.

Notkunarmöguleikar

Hægt er að nota Eplið á fjölbreyttan hátt til að ná fram tilætluðum stuðningi og virkni.
Við höfum í gegnum árin reglulega uppgötvað nýja notkunarmöguleika fyrir púðan, en fyrst og fremst er hann hugsaður í fangið sem stuðningur undir handleggina til að létta undir axlirnar. Þannig hentar Eplið við leik og iðju, til dæmis:

 • Í leikjatölvunni
 • með spjaldtölvuna
 • við prjónaskap, útsaum eða hekl
 • við blaða- og bókalestur
 • við brjóstagjöf

eða bara við einfalda slökun, faðmaðu Bara-púðann og láttu þér líða vel í sófanum eða hægindastólnum.

Aðrir möguleikar eru að hafa púðann fyrir aftan bak sem stuðning við mjóbak og einnig er mögulegt að klemma hann utan um mittið þannig að hægt sé að hvíla herðar þegar staðið er. Það er gert með teygju sem er að finna á innri hlið púðans.

Allt snýst þetta um að láta sér líða sem best og við setjum engin takmörk fyrir því hvernig hver og einn velur að nota Eplið sér til gagns.

Ítarlegri upplýsingar

Efni

Eplið er gert úr vönduðu áklæðisefni með teflonvörn (80% Polyester og 20% Bómull). Efnið er mjúkt viðkomu og teflon-húðin gerir það einfalt að þrífa og fjarlæga bletti.
Það er rennilás á púða-verinu svo hægt er að setja það eitt og sér í þvottavél.
Innra-byrði púðans er úr 100% bómull.

Fylling

Sem fyllingu í púðanum notum við örlitlar tregbrennanlegar polystyrene perlur sem veita þéttan stuðning og rýrna lítið.
Hægt er að taka úr eða bæta í fyllinguna eftir þörfum með þar sem rennilás er á innra-verinu.

Þvottaleiðbeiningar

Eplið er gert úr vönduðu áklæðisefni með teflonvörn. Það má þvo ytrabyrði púðans á 30°C á mildu þvottaprogrammi og þvottaefnið þarf að vera án bleikiefna. Einnig er hægt að setja púðaverið í hreinsun.
Ekki má setja púðaverið í þurrkara.

7. Machine wash, permanent press / wrinkle resistant, 30 degrees CDo not bleachDo not ironDry cleanDo not tumble dry

Þyngd & Stærð

Eplið er um 700 g að þyngd, sem gerir það létt og meðfærilegt.
Stærð púðans eins og honum er stillt upp er u.þ.b. 45 x 40 x 15 cm (Hæð x Breidd x Dýpt)

Þú hefur val um 5 liti

Smelltu á lit til að sjá stærri mynd af púðanum

Kynntu þér það sem viðskiptavinir og sérfræðingar hafa að segja um eplið

Smelltu á textan fyrir neðan til að fletta í gegnum reynslusögurnar.
 • “Eplið mitt frá Bara hefur verið með mér síðastliðin 5 ár. Ég hekla og prjóna mjög mikið daglega, hvort sem það er heima hjá mér, annarsstaðar eða í bílnum. Eplið gerir mér kleift að stunda þessa iðju eins oft og eins lengi og ég vil. Ég tek púðann yfirleitt með mér, hvort sem ég er að fara erlendis, út á land eða í næsta hús, þegar ég veit að ég mun prjóna eða hekla á áfangastað. Þegar ég er með púðann næ ég að slaka vel á öxlunum sem er yndisleg tilfinning við handavinnuna . Reyndar nota ég hann líka oft þó ég sé ekki að gera neitt… það er svo gott að sitja með hann í fanginu.”

  Edda Lilja Gudmundsdóttir· Textílkennari og hönnuður, 2012.
 • “Ég keypti Eplið frá Bara af því að ég taldi að hann myndi reynast mér vel við prjónaskap. Ég fékk hálshnykk um árið og er því sífellt að berjast við verki í handleggjum. Eplið reyndist svo sannarlega vel, studdi mig og umfaðmaði í gegnum ótal lykkjur sem urðu að notalegum flíkum.
  Svo fór ég í krefjandi háskólanám núna á miðjum aldri og þá hefur bæði Eplið og Peran stutt mig við lestur á ótal þungum skruddum og endalausri tölvuvinnu. Mér er kleift að skipta um staði og stellingar, fara úr skrifstofustólnum í sófann og þess vegna upp í rúm með púðana þannig að allt er léttara bæði fyrir líkama og sál.
  Eplið hefur líka farið með mér í ótal langkeyrslur þar sem líðanin er öll önnur þegar púðinn umvefur mann og styður við dýrmætu hendurnar. Svo eru báðir púðarnir alveg eins og nýjir enn eftir 6 ár og bara svo smart!”

  Kristín Linda Jónsdóttir· Ristjóri og sálfræðinemi, 2012.
 • “Ég mæli eindregið með Bara stuðningspúðunum fyrir konur með sogæðabjúg í handlegg. Bæði Bara Eplið og Peran veita góðan stuðning undir framhandleggi og minnka álag á herðar og handleggi. Bara stuðningspúðarnir hafa hjálpað mörgum skjólstæðingum mínum að líða betur og gert konum kleift að hvíla handlegg í góða stöðu og jafnvel stunda létta handavinnu þrátt fyrir sogæðabjúg.”

  Marjolein Roodbergen· Sjúkraþjálfi, Landspítali Háskólasjúkrahús, 2012
 • “Eplið frá Bara er ómissandi og nýtist mér meira og minna allan daginn.
  Í fanginu á morgnanna meðan ég les blaðið og fæ mér kaffisopa.
  Ævinlega þegar ég sit við handavinnu eða tölvu.
  Á kvöldin við sjónvarpið og svo er Eplið ómissandi ferðafélagi í bíl til að hvíla hendur og axlir.
  Takk fyrir Bara Epli!”

  Jenný Karlsdóttir· Fyrrverandi kennari, 2012.
 • “Ég hef notað bæði Eplið og Peruna frá Bara í mörg ár. Ég nota helst Peruna á nóttunni en Eplið nota ég meira yfir daginn og finnst hann ómissandi í bíl.
  Aðal kosturinn er hversu einfalt er að skorða hendina með púðanum og geta valið hallann sem ég vil hafa handlegginn í. Stama efnið í áklæðinu á púðanum hefur hjálpað mér sérstaklega umfram aðra sambærilega púða nú þegar ég er að kljást við bjúg í handlegg eftir krabbameinsmeðferð.”

  Anna María Ögmundsdóttir· Kennari og fyrrverandi krabbameinssjúklingur, 2012.
Peran

Peran

Sérhannað húsgagn fyrir herðar og hendur

Upplýsingar

Púðinn sem umvefur þig og veitir stuðning.

Smelltu á púðann til að fletta í gegnum alla 5 mögulegu litina!
 • baraPEAR-BeigeVanillu Beige

 • baraPEAR-GreenLime Grænt

 • baraPEAR-YellowAmber Gult

 • baraPEAR-RedRouge Rautt

 • baraPEAR-GrayGrafít Grátt

Höfundarréttur

bara PEAR er framleidd á Íslandi og hefur skráða hönnunarvernd ©.

Um Peruna

Stór og notalegur stuðningspúði undir framhandleggi og hendur sem bætir setstöðu og gerir fólki kleyft að slaka á í herðum, handleggjum og baki. Peran hefur mjúkt borð fyrir handleggina sem nýtist við ýmiskonar iðju eins og bóklestur og tölvuvinnu. Púðinn kemur foreldrum ungbarna einnig að góðum notum.

Sjúkra- og iðjuþjálfar hafa frá upphafi mælt með Bara-púðunum. Margir upplifa öryggi, vellíðan og betra setjafnvægi þegar framhandleggirnir hvíla á púðunum og rannsóknir sýna að notkun þeirra dregur úr vöðvaspennu og auðveldar fólki ýmsa iðju.

Berðu góðan ávöxt! – Þrátt fyrir stærð Perunnar er auðvelt að taka hann með sér hvert sem farið er.

Notkunarmöguleikar

Peran er einskonar stærri útgáfa af Eplinu og nýtist á mjög svipaðan hátt en stærðin býður líka upp á aðra möguleika. Þannig er hægt að hvíla þyngri og stærri hluti á púðanum, t.d. stóra bók og hefur púðinn því stundum verið kallaður bókapúðinn.

Við tölum gjarnan um púðana okkar sem mublur, á sama hátt og við eigum skemil undir fæturnar í hægindastólnum þá er stuðningspúðinn skemill undir hendurnar.
Það er okkur mikilvægt að þegar púðinn er ekki í notkun sé hann yndi fyrir augað þegar honum er stillt upp hvort sem það er standandi á gólfinu eða þar sem honum er komið vel fyrir upp í sófa, rúmi eða upp á stól.

Að njóta og láta sér líða vel er samt alltaf mikilvægast og er það von okkar að Peran geti komið vel að liði til þess.

Ítarlegri upplýsingar

Efni

Peran er gerð úr vönduðu áklæðisefni með teflonvörn (80% Polyester og 20% Bómull). Efnið er mjúkt viðkomu og teflon-húðin gerir það einfalt að þrífa og fjarlæga bletti.
Það er rennilás á púða-verinu svo hægt er að setja það eitt og sér í þvottavél.
Innra-byrði púðans er úr 100% bómull.

Fylling

Sem fyllingu í púðanum notum við örlitlar tregbrennanlegar polystyrene perlur sem veita þéttan stuðning og rýrna lítið.
Hægt er að taka úr eða bæta í fyllinguna eftir þörfum þar sem rennilás er á innra-verinu.

Þvottaleiðbeiningar

Peran er gerð úr vönduðu áklæðisefni með teflonvörn. Það má þvo ytrabyrði púðans á 30°C á mildu þvottaprogrammi og þvottaefnið þarf að vera án bleikiefna. Einnig er hægt að setja púðaverið í hreinsun.
Ekki má setja púðaverið í þurrkara.

7. Machine wash, permanent press / wrinkle resistant, 30 degrees CDo not bleachDo not ironDry cleanDo not tumble dry

Þyngd & Stærð

Peraner um 950 g að þyngd, sem gerir það létt og meðfærilegt.
Stærð púðans eins og honum er stillt upp er u.þ.b. 55 x 45 x 20 cm (Hæð x Breidd x Dýpt)

Þú hefur val um 5 liti

Smelltu á lit til að sjá stærri mynd af púðanum

Kynntu þér það sem viðskiptavinir og sérfræðingar hafa að segja um Peruna

Smelltu á textan fyrir neðan til að fletta í gegnum reynslusögurnar.
 • “Ég og sjónvarpsstóllinn minn höfum eignast algjörlega ómissandi fylgihlut. Peran frá Bara er þvílikt undur fyrir slitnar herðar, ég bara elska Peru-púðann minn.”

  Þorsteinn Pétursson· Fyrrv. Lögrelumaður, 2012
 • “Ég hef notað bæði Eplið og Peruna frá Bara í mörg ár. Ég nota helst Peruna á nóttunni en Eplið nota ég meira yfir daginn og finnst hann ómissandi í bíl.
  Aðal kosturinn er hversu einfalt er að skorða hendina með púðanum og geta valið hallann sem ég vil hafa handlegginn í. Stama efnið í áklæðinu á púðanum hefur hjálpað mér sérstaklega umfram aðra sambærilega púða nú þegar ég er að kljást við bjúg í handlegg eftir krabbameinsmeðferð.”

  Anna María Ögmundsdóttir· Kennari og fyrrverandi krabbameinssjúklingur, 2012.
 • “Ég mæli eindregið með Bara stuðningspúðunum fyrir konur með sogæðabjúg í handlegg. Bæð Eplið og Peran veita góðan stuðning undir framhandleggi og minnka álag á herðar og handleggi. Bara-stuðningspúðarnir hafa hjálpað mörgum skjólstæðingum mínum að líða betur og gert konum kleift að hvíla handlegg í góða stöðu og jafnvel stunda létta handavinnu þrátt fyrir sogæðabjúg.”

  Marjolein Roodbergen· Sjúkraþjálfi, Landspítali Háskólasjúkrahús, 2012
 • “Ég nota Peruna frá Bara mest þegar ég er að lesa, púðinn er góð undirstaða og lagfærir líkamsstöðuna þannig að ég er ekki hokin yfir bókinni. Hann er líka hlýr og notalegur. 11 ára dóttir mín notar líka Peruna, mest undir fartölvuna sína og þegar hún er að lesa bækur en líka sem púða til að liggja á í sófanum.
  Það er stór kostur að þegar Bara-púðinn er ekki í notkun þá er hann svo fallegur, hvar sem við stillum honum upp hjá okkur.
  Við erum mjög ánægð með Peruna okkar frá Bara.”

  Kristín Óladóttir· Móðir, 2012.
 • “Mamma var með Peru-púða og sannarlega var hann afar góður. Hvíldi axlarliðina og hjálpaði henni að láta fara vel um píanóhandleggina og hendurnar sínar. Ég tók vel eftir því að hún gat rétt betur úr sér þegar hún notaði púðann og þá upplifði hún betri og dýpri innöndun.
  Mömmu leið betur með þennan púða en aðra, hann hagræddi henni einnig betur í stólnum, ekki spurning.”

  Nanna Ingibjörg Jónsdóttir· 2012
 • “Reynsla mín af notkun Bara-púðanna eftir 10 ára starf á hjúkrunarheimili er frábær. Hönnun púðanna eykur notagildi þeirra á margvíslegan hátt, bæði fyrir fatlaða og ófatlaða einstaklinga, svo sem í hjólastóla, við lestur, hannyrðir, fyrir rúmliggjandi einstaklinga og ekki minnst fyrir alzheimer sjúklinga sem finnst róandi að strjúka og handfjatla Bara-púðann. Bara-púðarnir eru gjöf sem gleður, þeir gagnast frábærlega fyrir einstaklinga sem eru frískir og búa heima. Eftir vinnudag finnst mér frábært að grípa Peru-púðann, hvíla axlir og handleggi t.d. við lestur, tölvuvinnu, fyrir framan sjónvarpið og ýmsar athafnir daglegs lífs.”

  María Kristjánsdóttir· Sjúkraþjálfi, 2012
Snákurinn

Snákurinn

Fjölnota hálskragi, láttu hugmyndaflugið ráða för!

Upplýsingar

Snákurinn er hinn fullkomni ferðafélagi, sem hálskragi styður hann við höfuðið svo þú náir að hvílast í fluginu.

Smelltu á snákinn til að fletta í gegnum alla 4 mögulegu litina!
 • Bara Snake - GreyCox Grátt

 • Bara Snake - RedBurgundy Rautt

 • Bara Snake - GreenMoss Grænt

 • Bara Snake - BlueNavy Blátt

Um Snákinn

Snákurinn er mjúkur hálskragi sem einfalt er að hringa utan um hálsin eins og trefil til að ná fram tilætluðum stuðningi við höfuð og háls.

Hann er frábær á ferðalagi fyrir þá sem vilja hvílast þegar setið er í flugvél, bíl eða lest.

Hugarfarið á bak við hönnunina var að skapa heilsuvöru sem vekur jákvæða athygli fyrir notendur og reynist frábær lausn fyrir fólk sem á við krónísk vandamál í hálsi að stríða.

Snákurinn býður líka upp á allskonar möguleika til notkunar sem skart, þá er bara að þora að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

Snákurinn kemur pakkaður í fallegri öskju.

Notkunarmöguleikar

Snákurinn frá Bara býður upp á áður óþekkta notkunarmöguleika þegar kemur að heilsuvöru og hjálpartæki.

Sem aukahlutur eða skart

Hin óhefðbundna hönnun á hálskraganum skapar möguleikan á að binda eða vefja hann á sig og nota hann sem skart/aukahlut eða einhversskonar trefil. Þannig getur Snákurinn verið eitthvað nýtt og spennandi í hvert skipti sem þú setur hann á þig.

Á ferðalagi

Snákurinn er frábær ferðafélagi! Hvort sem það eru lengri eða styttri ferðalög hjálpar hann þér að slaka á og hvílast þegar þú situr í flugvél, bíl eða lest.

Fyrirbyggjandi

Snákurinn er góð áminning þess að halda hálsinum uppréttum og koma í veg fyrir að þú missir höfuðið fram og haldir slæmri álagsstöðu til lengri tíma á háls og herðar.

Minniháttar meiðsl í hálsi

Hálskraginn hjálpar þeim sem eiga við minniháttar eða króníska áverka í hálsi að stríða að halda höfðinu stöðugu. Einfalt er að stilla Snákinn að hverjum og einum og stýra stífleika og stuðning sem hann á að veita hverju sinni.
Margir notendur upplifa öryggis- og vellíðunartilfinningu með stuðning Snáksins frá Bara.

Ítarlegri Upplýsingar

Efni

Snákurinn er úr mjúku og teygjanlegu flauel efni, gert úr 90% polyester og 10% spandex. Efnið glansar á afar fallegan hátt þegar ljós fellur á það.

Fylling

Sem fyllingu í Snáknum notum við örlitlar tregbrennanlegar polystyrene perlur sem veita þéttan stuðning og rýrna lítið.

Þvottaleiðbeiningar

Snákinn má aðeins handþvo á hámark 40°C eða setja í þvottavélapoka á mildu prógrammi í þvottavél. Nauðsynlegt er að meðhöndla Snákinn af gætni og teygja ekki á honum.
Ekki má setja Snákinn í þurrkara.

washing_machine_gentle_delicate_40-24pxDo not bleachDo not ironDo not tumble dry

Þyngd & Stærð

Snákurinn er hægt að fá í tveimur stærðum, þ.e. Small/Medium (≈ 220 cm) og Large/X-Large (≈ 265 cm).
Snákurinn er u.þ.b. 90g að þyngd.

Varúð

Snákurinn er ekki leikfang eða hálskragi fyrir börn.
Mikilvægt er að aðeins þeir noti Snákinn sem geta sett hann á og tekið hann af sér sjálfir.

Þú hefur val um 4 liti

Smelltu á lit til að sjá stærri mynd af snáknum

Leiðbeiningar hvernig nota má snákinn sem hálskraga

Það er mikilvægt að aðeins þeir noti Snákinn sem geta sett hann á og tekið hann af sér sjálfir.
Skref 1

Skref 1

Byrjaðu með því að leggja styttri og breiðari endan á Snáknum á aðra öxlina.

Skref 2

Skref 2

Vefðu Snáknum um hálsinn og upp í átt að hökunni þannig að hann sitji þægilega.

Skref 3

Skref 3

Taktu í granna endan á Snáknum og lokaðu hringnum með því að stínga honum inn á milli Snáksins við hökuna.

Skref 4

Skref 4

Slakaðu á og njóttu stuðningsins sem Snákurinn frá Bara veitir þér.

Til Fróðleiks:
Asklepíos guð lækninga úr grískri goðafræði gekk alltaf um með snák sem var hringaður utan um stafinn hans. Snákinn nýtti hann til lækninga og er stafurinn með snákinn tákn læknisfræðinnar í dag.

Kynntu þér það sem viðskiptavinir og sérfræðingar hafa að segja um Snákinn

Smelltu á textan fyrir neðan til að fletta í gegnum reynslusögurnar.
 • “Snákurinn frá Bara er sveigjanlegur og hlýlegur stuðningur fyrir hálsinn. Það hefur sýnt sig að hann er gagnlegur fyrir sjúklinga með háls-vandamál. Tveir eiginleikar bera af sem gera Snákinn sérstakan, í fyrsta lagi er einfalt að aðlaga stuðninginn eftir þörfum sem auðveldar fólki að læra að nota hann og hafa gagn af honum. Í öðru lagi er Snákurinn líkari einhversskonar fatnaði en hálskraga sem gerir hann að frábærri lausn fyrir fólk með krónísk háls-vandamál.
  Snákurinn passar líka öllum sem gerir það að verkum að öll fjölskyldan getur nýtt sér Snákinn, hvort sem viðkomandi er með háls-vandamál eða ekki. Fjölskyldumeðlimir nota gjarnan Snákinn sem kraga til að halla höfðinu að og hvílast á lengri ferðalögum í bíl, rútu, lest eða flugvél.”

  Kristinn Magnússon· Sjúkraþjálfari, Ásmeginn Sjúkraþjálfun, Hafnarfjörður, Iceland, 2012
 • “Eftir að hafa lent í tveimur bílslysum og fengið bæði bak og hálsáverka var það mikill léttir fyrir mig að komast í kynni við Snákinn frá Bara. Hann hefur gert mér kleyft að ferðast bæði innanlands (jafnvel á okkar holóttu vegum á Vestfjörðum) og erlendis í rútuferðum sem ég hefði alls ekki getað án Snáksins. Ef ég setti upp gamla svamphálskragann þá studdi hann alls ekki jafn vel við og svo spurði fólk mig gjarnan hvað hefði komið fyrir, hvað hefði skeð sem er ekki þægilegt. En með Bara Snákinn hefur marg oft verið sagt við mig hvað ég sé með flottan trefil og það gleður mig.”

  Guðrún Júlíusdóttir· 2012
 • “Snákurinn frá Bara er mjúkur og þægilegur og liggur fallega um háls og herðar. Það er auðvelt að stilla hann eftir þörfum þannig að hann liggi vel að hálsinum og veitir hlýju og stuðning fyrir auma hálsvöðva. Auk þess að vera fallegt hálsskraut hjálpar hann til við að halda réttri líkamsstöðu og veita góða hvíld fyrir hálsvöðvana.”

  Guðríður Jóna Örlygsdóttir· Health Therapist, 2012