Upplýsingar
Léttur og nettur stuðningspúði
bara HANDPAD er til í þremur sætisbreiddum: 40, 45
og 50cm
-
Grafít Grátt
Höfundarréttur
bara HANDPAD © er framleitt á Íslandi og hefur skráða
hönnunarvernd.
Um Handpad
bara HANDPAD er léttur og nettur stuðningspúði sem passar
inn í mjórri sæti eins og hjólastóla. Með því að hvíla framhandleggina á púðanum er
hægt að bæta setstöðu og minnka vöðvaspennu og álag á herðar, handleggi og bakvöðva.
Púðinn nýtist bæði til hvíldar og við margvíslega iðju.
Margir upplifa öryggi, vellíðan og betra setjafnvægi þegar handleggirnir hvíla á
HANDPAD-púðanum. Hægt er að hækka undir framhandleggina og rétta
betur úr bakinu með því að snúa púðanum upp á endann og leggja handleggina ofan á
hann.
HANDPAD er til í þremur sætisbreiddum: 40, 45 og 50cm og er bæði
léttur og meðfærilegur. Á framanverðum púðanum er handfang sem kemur sér vel til að
hengja púðann upp, t.d. á hjólastól.
Hægt er að sækja um bara-stuðningspúða fyrir
hjólastólanotendur til Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands.
Ítarlegri upplýsingar
Efni
bara HANDPAD er gert úr vönduðu áklæðisefni með teflonvörn
(80% Polyester og 20% Bómull). Efnið er mjúkt viðkomu og teflon-húðin gerir
það einfalt að þrífa og fjarlæga bletti.
Það er rennilás á púða-verinu svo hægt er að setja það eitt og sér í
þvottavél.
Innra-byrði púðans er úr 100% bómull.
Fylling
Sem fyllingu í púðanum notum við örlitlar tregbrennanlegar polystyrene perlur
sem veita þéttan stuðning og rýrna lítið.
Hægt er að taka úr eða bæta í fyllinguna eftir þörfum þar sem rennilás er á
innra-verinu.
Þyngd
& Stærð
bara HANDPAD fæst í þremur sætisbreiddum:
40, 45 og 50 cm er
þyngdin eftir því um 500 – 650 g.
Þrjár mögulegar stærðir
Smelltu á lit til að sjá stærri mynd af
púðanum
40cm – 45cm – 50cm
Kynntu þér það sem viðskiptavinir og sérfræðingar hafa að segja um Handpad
Smelltu á textan fyrir neðan til að fletta í gegnum
reynslusögurnar.
-
“Ég sit í hjólastól og hef nú notað bara HANDPAD á hverjum degi í 6
og hálft ár. Ég hef góðan stuðning af púðanum þegar ég les við borð,
vinn við tölvu og sinni eldhúsverkum.
Ég get ekki án Bara-púðans verið, auk stuðningsins auðveldar hann
mér að slaka á í öxlum og handleggjum og með því dregur úr þrálátum
verkjum.”
Elín Þ. Snædal· 2012
-
“Reynsla mín af notkun Bara-púðanna eftir 10 ára starf á
hjúkrunarheimili er frábær. Hönnun púðanna eykur notagildi þeirra á
margvíslegan hátt, bæði fyrir fatlaða og ófatlaða einstaklinga, svo
sem í hjólastóla, við lestur, hannyrðir, fyrir rúmliggjandi
einstaklinga og ekki minnst fyrir alzheimer sjúklinga sem finnst
róandi að strjúka og handfjatla Bara-púðann. Bara-púðarnir eru gjöf
sem gleður, þeir gagnast frábærlega fyrir einstaklinga sem eru
frískir og búa heima. Eftir vinnudag finnst mér frábært að grípa
Peru-púðann, hvíla axlir og handleggi t.d. við lestur, tölvuvinnu,
fyrir framan sjónvarpið og ýmsar athafnir daglegs lífs.”
María Kristjánsdóttir·
Sjúkraþjálfi, 2012
-
“HANDPAD-púðar frá Bara hafa verið í notkun við Endurhæfingardeild
Landspítalans á Grensás í mörg ár fyrir lamaða skjólstæðinga sem
þurfa stuðning undir hendurnar. Púðinn nýtist vel til að halda
höndunum í afslappaðri og hlutlausri stöðu sem veitir skjólstæðingum
okkar öryggis- og vellíðunartilfinningu.”
Hrönn Guðmundsdóttir·
Sjúkraþjálfi, 2012
-
“Á undanförnum árum hef ég nýtt bæði Peru- og HANDPAD-púða frá Bara
fyrir skjólstæðinga sem eru bundnir í hjólastól. Púðarnir veita mýkt
en á sama tíma stuðning, tveir kostir sem oft er erfitt að finna í
einni og sömu vörunni.
Frábærar vörur frá Bara!”
Guðfinna Björnsdóttir·
Sjúkraþjálfi á Hrafnistu, 2012