Backup

Púði sem veitir stöðugan samhverfan bolstuðning

Upplýsingar

Bolstuðningurinn fyrirbyggir kreppur og aflaganir í vöðvum og liðum

BACKUP er sérsniðin að hverjum notanda
 
  • Bara BACKUP
     

Copyright

bara BACKUP © er framleitt á Íslandi og hefur skráða hönnunarvernd.

Um BACKUP

BACKUP bolstuðningspúði veitir notandanum stöðugan samhverfann bolstuðning í baklegu og í sitjandi stöðu til að fyrirbyggja kreppur og aflaganir í vöðvum og liðum. BACKUP er sérsaumaður eftir líkamsmáli notandans til að fá bestan mögulegan hliðarstuðning frá holhönd og niður að mjöðm beggja megin. Reynslan sýnir að þessi þægilegi en þétti bolstuðningur hefur róandi áhrif á notandann og stuðlar að auknum svefngæðum og vellíðan. Leiðrétt samhverf líkamsstaða helst betur hvort sem notandinn liggur eða situr í púðanum því BACKUP skorðast af líkamsþunga notandans og aflagast ekki.

Einstaklingar sem eiga erfitt með að sitja uppréttir og vinna gegn þyngdarkraftinum sem vill toga líkamann út í aðra hliðina geta haft góð not af BACKUP til að bæta setstöðuna. Frá upphafi hefur fagfólk mælt með BACKUP vegna notagildisins og hversu auðveldur hann er í notkun. Púðinn er léttur og þægilegur að taka milli staða og hægt að nota í flestum gerðum af rúmum, dýnum, stólum og sætum.

Meðferðaraðilar eða stoðtækjafræðingar mæla fyrir réttri stærð á hverju eintaki af BACKUP.

Ítarlegri Upplýsingar

Efni

bara BACKUP er gert úr mjög vönduðu áklæðisefni sem er mjúkt viðkomu, auðvelt í umhirðu og heldur lögun sinni þrátt fyrir þvotta.

Efnið er 88% polyester, 12% polyurethane og inniheldur trefjar sem eru eldhamlandi og antí-statísk (bera ekki stöðurafmagn).

Innra-verið sem inniheldur fyllinguna í púðanum er úr 100% bómull.

Fylling

Sem fyllingu í bolstuðningspúðanum notum við örlitlar tregbrennanlegar polystyrene perlur sem veita þéttan stuðning og rýrna lítið.

Rennilásar eru á öllum fjórum púðunum svo hægt er að bæta við eða minnka magnið af polystyrenperlum í öllum fjórum hólfum BACKUP til að ná fram bestum bolstuðningi og líkamsstöðu.

Þvottaleiðbeiningar

Efnið er auðvelt í umhirðu og hægt er að fjarlægja flesta bletti með efnis-bursta, eða strokleðri.
Þá er líka hægt að notast við lausn af volgu vatni og hlutlausu þvottaefni.

ATH: Mikilvægt er að taka innra-verin með polysterin-perlunum úr púðanum áður en púðaverið er þrifið í þvottavél.

Washing Machine - Regular 40°Do not bleachIron - Low TemperatureDry Clean

Washing Machine - Regular 74°Einnig má þvo efnið á 74° en það viðheldur ekki eldvörninni í efninu.

Hér er hægt að lesa frekar um comfort+ efnið.

Þyngd & Stærð

bara BACKUP er alltaf sérsniðið að hverjum notanda fyrir sig og er ekki selt í fyrirfram ákveðnum stærðum.
Bolstuðningspúðinn er léttur og meðfærilegur og vigtar sjaldan meira en 700g sniðinn að fullorðnum einstaklingi.